17 júní 2006

Gleðilegan bananalýðveldisdag


ég sagði þetta við einhvern í vinnunni í gær þegar viðkomandi var að fara heim, þá sagði Fuglinn, "hvaða helvítis kommúnismi er þetta." Ég hef verið dregin í ýmsa dilka í vinnunni, ég er með VG stimplað á ennið, ég er afturhaldskommatittur og hata ál, ég fæ á hverjum degi einhverja fimmaurabrandara sem tengjast því að ég er grænmetisæta, en engum dettur í hug að ég gæti verið íhaldsamasta manneskja á jörðinni. Já þar plataði ég þau öll. Ég er nefnilega haldin sjúkdómi sem heitir krónískur lygari og ekkert sem ég segi er satt, eða var það öfugt. Hver veit kannski kýs ég XB á laun og fer svo út í pylsuvagn í skjóli myrkurs og læt pulsa mig og kannski er ég haldin sjúklegri þjóðernishyggju og kann öll ljóð Einars Ben utanað. (það er reyndar þrálátur orðrómur í minni föðurætt að amma mín hún Birgitta hafi komið undir þegar langamma mín var í vist hjá Einari Ben).

en hvað um það afturhaldsíhaldstitturinn segir Hæ hó og Jibbí jey það er kominn banani í lýðveldið og drekkjum íslandi ekki banananum.

1 ummæli:

Neptúnus sagði...

Hæ hó og jibbíjeij!