18 júní 2006

í gær fann ég

týndan óskastein, ég fann líka dauðan kött í hvítum bát sem hafði drukknað. Hélt fyrst að þetta væri undarlegt umhverfislistaverk. Kötturinn var eitthvað svo fallegur þar sem hann flaut friðsæll í vatninu.

Þá stökk hlussuhundur, ein 32 kíló á Delphin sem er aðeins léttari og í gleðilátum hlussuhundsins þá klóraði hann Delphin í framan. Það var furðuleg sjón og en Delphin vildi endilega fara aftur til hundsins eftir að hann var búinn að jafna sig. Delphin hefur sjaldan verið hrædd sál.

Ég hitt þvísem næst alla fjölskyldu mína í gær, mamma komin í heimsókn frá veldi Dana og það þýðir alltaf meiri samskipti við ættingja sem ég annars sé því sem næst aldrei. Ætla svo að bruna til Hverageragerðis eftir vinnu í dag til ömmu. Hún ætlar að kenna mér að búa til hrísgrjónaeplasúpu og Neptúnusi ætlar hún að kenna að gera vegan lummur... vonandi munu skýin hætta að gráta í dag.

Ég komst ekki á fund framtíðarlandsins í Austurbæ í gær, en ég skráði mig í félagið á netinu. Frábært hvað margir mættu... það er svo gaman að sjá snjóbolta renna niður brattar hlíðar og verða stóra ....

En núna á þessari stundu kalla skúringar og tölvupóstar á mig á víxl... þarf að ráða einhvern til að svara öllum þessum tölvupóstum... einhverjir sjálfboðaliðar takk????

Engin ummæli: