03 maí 2006

Íslandsvinir kynna

"Takið þátt í göngu fyrir Íslandi og náttúru Íslands.

STÓRSVEITIN:

Planið er að búa til RISASTÓRA l stórsveit Lúðrasveit sem mun þramma niður laugarveginn. Í þessari lúðra/stórsveit eru ALLIR sem vilja spila velkomnir og helst sem flestir sem láta sig lýðræði-og náttúru Íslands varða.

Nánari upplýsingar og tíma setningar eru í bréfinu frá Helenu Stefánsdóttur hér að neðan.

Vinsamlegast látið þetta ganga sem víðast og helst af öllu gefiði mér afdráttarlaust svar ef þið komist örugglega í gönguna.


Eins og ég segi þá er mikilvægt að sem FLESTIR taki þátt, þannig höfum við áhrif og líklegra að málefnið komist til skila. Þannig að ég ítreka beiðni mína um að þið talið við ALLA sem þið þekkið og vitið að vilja taka þátt.

Allar hugmyndir varðandi önnur atriði en tónlist í göngunni eru líka vel þegnar.

Heyrumst og sjáumst 27.maí."

Koma svo.... þetta verður meiriháttar gaman og ógleymanlegt í alla staði:)

Engin ummæli: