10 maí 2006

Ég hef

einstakt lag á að koma mér í allt of mörg verkefni...

en ég er viss um að tíminn sé teygjanlegt fyrirbæri og á einhvern hátt tekst mér alltaf að gera allt sem ég hef lofað

er reyndar að reyna að minnka við mig sjálfboðaliðavinnuna, hún var orðinn svo yfirþyrmandi stór partur af lífi mínu
en verð samt að segja að ég hef lært alveg óendanlega mikið af þessari vinnu og er líka sannfærð um að öll sú orka sem ég gef komi til baka til mín á einn eða annan hátt...

og loksins loksins fékk kameljónið ljóð birt í TMM

Engin ummæli: