01 mars 2006

Erlendur Dagur


einatt kallaður Bóbó var einn af bræðrunum hans Kalla pabba aka blóðbandapabbi.... Bóbó þróaði með sér geðveiki, held að hann hafi verið greindur paranoid skitsófren... en semsagt Bóbó sem ég dýrkaði þegar ég var krakki, hann málaði rosalega fallegar og sérkennilegar myndir... hér er ein þeirra sem hann málaði sérstaklega handa mér þegar ég var barn, hún heitir Ævintýri... ef að einhver sem les þetta blogg veit hvar ég get fundið fleiri verk eftir hann þá endilega látið mig vita, mig langar að halda sýningu á verkunum hans... ég hef farið upp á Arnarholt og fann helling af teikningum eftir hann en ég veit að það var eitthvað fólk sem safnaði myndunum hans... Bóbó er einn af Týnda fólkinu sem ég ætla að fjalla um í næstu skáldsögu, hún verður sennilega einskonar söguleg skáldsaga...

Engin ummæli: