02 mars 2006

Af hverju

er hinn almenni íslendingur með svona mikla þrælslund? Getur verið að þetta séu gömul mein frá þeim tímum er við vorum kúguð að dönum. Erum við svona bljúg gagnvart könunum vegna þess að í þjóðarvitundinni þá björguðu þeir okkur úr moldarkofunum!!!!! Á eftir-stríðsárunum fór þjóðin á sitt fyrsta neyslufyllerí og ég held að hún sé alls ekki tilbúin að díla við timburmennina með því að hætta. Þá er eina ráðið að vona að þessi helsjúki neyslualki nái botni og geti svo farið að gera reikningsskil innra með sér og taka skynsamlegar ákvarðanir. Ég er enn í hálfgerðu sjokki eftir að hafa horft á Húsvíkinga fara hamförum af ánægu yfir því að fá mögulega álver í sína heimabyggð. En við erum skyndilausnasamfélag og betra er að eiga tvo jeppa og stórt hús en að horfast í augu við að aldrei hafa biðlistar BUGL verið jafnlangir og nú, aldrei jafnmörg börn á rítalín og aldrei eins mikil firring í gangi. Elsku elsku íslendingar, vaknið nú, mér finnst alveg ferlegt að horfa á ykkur sigla að feigðarósi og vilja ekkert gera til að bjarga ykkur sjálf. Ég berst við að fyllast ekki óbeit á þjóðinni minni fyrir að láta þessi skemmdarverk yfir landið okkar ganga, en ég skal ekki falla í þann fúla pytt. Ég vildi bara svo gjarnan sjá almennilega andspyrnu gegn þessum mannlegu náttúruhamförum sem við látum gerast með algeru sinnuleysi.... og áhugaleysi.
Gærdagurinn var nýtt met í undirlægjugangi og ég vona að einhverjum skapandi stóriðju andstæðingum detti í hug að útbúa þessi undirlægju verðlaun til að afhenda forynjunni Valgerði sem enn tönglast á því að orkan til álveranna sé endurnýtanleg orka. Það er bara alger lygi, sérstaklega þegar kemur að Kárahnjúkavirkjun.... Hér er svo mynd af skjaldarmerki Norður-Kóreu við ættum að fá okkur svipað og breyta svo nafninu á íslandi í Álland...

Engin ummæli: