02 mars 2006

Blómið


hans Bóbó er nokkuð sérstakt, hann málaði alla tíð með hníf enda sumar myndirnar hans mjög þykkar og gaman að snerta þær. Þetta gæti verið klassísk still life mynd ef ekki væri fyrir hnífinn sem situr í borðinu... myndin heitir bara Blóm og hefur alltaf heillað mig. Ég vildi óska að ég gæti fundið fleiri myndir eftir hann, held að ég eigi um 7 myndir... annars þá er ég einskonar geymslu magnet... fæ það hlutverk að geyma og varðveita ýmsa fjársjóði frá fjölskyldunum mínum... kannski fyndist flestu fólki það ekki miklir fjársjóðir en ég elska að eiga hluti eins og biðilsbréfið hans afa til ömmu sem hann skrifaði til langömmu, ljósmyndirnar af forfeðrum mínum sem horfa á mig við eldhúsborðið, nota bene ég vinn alltaf við þetta ofurlitla borð vegna þess að úr eldhúsinu sé ég Esjuna og hennar óendalegu svipbrigði.

Engin ummæli: