20 mars 2006

Myndir segja meira en nokkur orð

15 mars 2006

Hef verið

að hanna allskonar kynningardót fyrir Laibach tónleikana. Ég hlustaði mjög mikið á þá í kringum 1988 og 1989 en svo hef einhvern veginn ekki fylgst almennilega með þeim síðan. Hef nú endurnýjað kynni mín við þessa alsérstökustu hljómsveit í heimi. Hún er ekki bara sérstök fyrir einn hlut, Laibach stendur fyrir heilum hugmyndaheimi sem hefur sterkan pólitískan undirtón, en ekki nóg með það þá hafa þeir og vinir þeirra þróað NSK aka New Slovanian Kunst sem að mætti segja að væri hugarheimurinn þeirra orðinn að veruleika. Það sem að ég fíla mest við Laibach er hugrekki þeirra og hárbeittur og kolsvartur húmor, vitsmunir og hugvit. Ég hreinlega fæ andlega fullnægingu þegar ég skoða hvernig NSK hefur notað Listina (bæði hina fornu og hina nýrri) til að sýna hvað heimurinn sem þeir búa í hefur miklar fasískar skýrskotanir og enginn furða að Laibach var bönnuð svona lengi í heimalandi sínu. Ég verð að viðurkenna að ég vissi aldrei alveg hvað þeir voru að pæla fyrr en ég fór að lesa mér til á vefum sem tengjast þeim og NSK. Hér er klassískt dæmi um hugmyndafræði Laibach

Í fyrra áttu þeir 25 ára starfsafmæli og þó að þeir gerðu ekkert til að fagna þessum áfanga þá unnu þeir Slóvnesk verðlaun fyrir frammistöðu sína sem að var flott tímasetning, 25 ár og allt það. Laibach sendu í sinn stað á verðlaunaafhendinguna meðlim heimisleysingjasamfélagsins með klassíska Laibach armbandið á upphandleggnum til að veita verðlaununum viðtöku.

Annars þá mæli ég með þessum vef til að grúska meira um þá: the Unoffical Laibach Web

og ef að þú hefur áhuga á listasögu þá er innihaldið í þessari deild vefsins alger snilld Sources of Laibach Kunst

og hér er svo cover og bakhlið sem ég setti saman á litlu dreifiriti sem að er í prentun núna ...
það er ótrúlega gaman að vinna efni úr svona góðu hráefni...

06 mars 2006

Andvaka,

allir að mæta....!!!!

02 mars 2006

Af hverju

er hinn almenni íslendingur með svona mikla þrælslund? Getur verið að þetta séu gömul mein frá þeim tímum er við vorum kúguð að dönum. Erum við svona bljúg gagnvart könunum vegna þess að í þjóðarvitundinni þá björguðu þeir okkur úr moldarkofunum!!!!! Á eftir-stríðsárunum fór þjóðin á sitt fyrsta neyslufyllerí og ég held að hún sé alls ekki tilbúin að díla við timburmennina með því að hætta. Þá er eina ráðið að vona að þessi helsjúki neyslualki nái botni og geti svo farið að gera reikningsskil innra með sér og taka skynsamlegar ákvarðanir. Ég er enn í hálfgerðu sjokki eftir að hafa horft á Húsvíkinga fara hamförum af ánægu yfir því að fá mögulega álver í sína heimabyggð. En við erum skyndilausnasamfélag og betra er að eiga tvo jeppa og stórt hús en að horfast í augu við að aldrei hafa biðlistar BUGL verið jafnlangir og nú, aldrei jafnmörg börn á rítalín og aldrei eins mikil firring í gangi. Elsku elsku íslendingar, vaknið nú, mér finnst alveg ferlegt að horfa á ykkur sigla að feigðarósi og vilja ekkert gera til að bjarga ykkur sjálf. Ég berst við að fyllast ekki óbeit á þjóðinni minni fyrir að láta þessi skemmdarverk yfir landið okkar ganga, en ég skal ekki falla í þann fúla pytt. Ég vildi bara svo gjarnan sjá almennilega andspyrnu gegn þessum mannlegu náttúruhamförum sem við látum gerast með algeru sinnuleysi.... og áhugaleysi.
Gærdagurinn var nýtt met í undirlægjugangi og ég vona að einhverjum skapandi stóriðju andstæðingum detti í hug að útbúa þessi undirlægju verðlaun til að afhenda forynjunni Valgerði sem enn tönglast á því að orkan til álveranna sé endurnýtanleg orka. Það er bara alger lygi, sérstaklega þegar kemur að Kárahnjúkavirkjun.... Hér er svo mynd af skjaldarmerki Norður-Kóreu við ættum að fá okkur svipað og breyta svo nafninu á íslandi í Álland...

Blómið


hans Bóbó er nokkuð sérstakt, hann málaði alla tíð með hníf enda sumar myndirnar hans mjög þykkar og gaman að snerta þær. Þetta gæti verið klassísk still life mynd ef ekki væri fyrir hnífinn sem situr í borðinu... myndin heitir bara Blóm og hefur alltaf heillað mig. Ég vildi óska að ég gæti fundið fleiri myndir eftir hann, held að ég eigi um 7 myndir... annars þá er ég einskonar geymslu magnet... fæ það hlutverk að geyma og varðveita ýmsa fjársjóði frá fjölskyldunum mínum... kannski fyndist flestu fólki það ekki miklir fjársjóðir en ég elska að eiga hluti eins og biðilsbréfið hans afa til ömmu sem hann skrifaði til langömmu, ljósmyndirnar af forfeðrum mínum sem horfa á mig við eldhúsborðið, nota bene ég vinn alltaf við þetta ofurlitla borð vegna þess að úr eldhúsinu sé ég Esjuna og hennar óendalegu svipbrigði.

01 mars 2006

Erlendur Dagur


einatt kallaður Bóbó var einn af bræðrunum hans Kalla pabba aka blóðbandapabbi.... Bóbó þróaði með sér geðveiki, held að hann hafi verið greindur paranoid skitsófren... en semsagt Bóbó sem ég dýrkaði þegar ég var krakki, hann málaði rosalega fallegar og sérkennilegar myndir... hér er ein þeirra sem hann málaði sérstaklega handa mér þegar ég var barn, hún heitir Ævintýri... ef að einhver sem les þetta blogg veit hvar ég get fundið fleiri verk eftir hann þá endilega látið mig vita, mig langar að halda sýningu á verkunum hans... ég hef farið upp á Arnarholt og fann helling af teikningum eftir hann en ég veit að það var eitthvað fólk sem safnaði myndunum hans... Bóbó er einn af Týnda fólkinu sem ég ætla að fjalla um í næstu skáldsögu, hún verður sennilega einskonar söguleg skáldsaga...

Jæja, gott fólk

verum ekki týpískir Íslendingar sem gleyma því sem gerðist í gær og missa áhugann á baráttumálum eftir tvær mínútur. Ef þið eruð á móti því að landinu verði breytt í risastóra álbræðslu með virkjunum á víð og dreif þá skuluð þið endilega kvitta hér og láta fleiri vita:

SMELLA, og skrifa undir