02 október 2009

Mannlegt friðarmerki á Miklatúni 2.október á alþjóðlegum degi án ofbeldis

Taktu þér stöðu með blys í hönd og vertu með í að búa til mannlegt friðarmerki á Miklatúni 2. október klukkan 20:00 á alþjóðlegum degi án ofbeldis.

Ofbeldi er grundvallarvandamál okkar tíma. Það er ekki aðeins líkamlegt og birtist í stríði og barsmíðum, það birtist einnig sem efnahagslegt ofbeldi, sálrænt, trúarlegt, kyferðislegt og kynþáttabundið ofbeldi.

Ávísanir á blys eru til sölu á Café Haiti Tryggvagötu 16, 101 Reykjavík (við hliðina á Krua Thai) alla daga frá kl. 16-18. Blysið kostar 500 krónur (kostnaðarverð) og við hvetjum alla til að kaupa sér ávísun á blys fyrirfram svo hægt sé að skrá niður fjölda.

1 ummæli:

Nafnlaus sagði...

asskoti er þetta fín bloggsíða

Gunnar W.