Í dag dó hún
blæddi út á búðargólfið
Einkennilega órólegur friður
og svo hrökk hún inn í sig aftur
þjáningin samankreppur sektarkendarkippur
lamdi hjartað af stað
Í eitt andartak var andlit hennar
fyllt friði
og hún vildi út
inní friðinn
út úr þessum skrokki
til að finna
sig
á
ný
heila
Lítil ljóstýra í lófa
vonin um snögga aftöku
--------------------------------------
Sjáðu mig
hvað ég þrái faðm þinn
sjáðu mig
hve mikið ég elska þig
vissi ég nokkru sinni að hvert andartak er jafn dýrmætt
Ég reyni að kalla upp krítarhvíta mynd
en sé ekkert nema liti
------------------------------------------

Einhversstaðar í hvítu rúmi
brakandi léreft
og ærandi pípið
í vélunum sem knýja þig áfram
einhversstaðar ertu
ég kafa inn í drauminn
óstyrkum höndum
ríf þig út
en kem tómhennt til baka
------------------------
hlustaðu
það er söngfugl
fastur í reykháfnum
hann syngur uns röddinn rám
sem í kráku
svolgrar í sig óendanleikan
og hann fellur
fellur
til að rísa
upp
var það sem engill eða fugl
ég veit það ekki
leita að rödd hans
en hún ferðast ekki í vindinum
heldur í óminni minninga
og vitundunni
að uppgjörið var löngu búið
það var bara biðin
þessi hryllilega bið
og öll táknin sem ég sá
voru ekki óskhyggja
heldur raunveruleikinn
1 ummæli:
Ég er svo innlega sammála þér með moggabloggið. Ég held að ég hafi skrifað tvær færslur þar. Svo flúði ég aftur í blogspotkotið.
Skrifa ummæli