01 apríl 2006

Jæja

það er góð ástæða fyrir því að ég hef ekkert bloggað undanfarið, ég er byrjuð að vinna sem grafískur hönnuður fyrir Blaðið og eftir að vera einyrki (flott orð) um all lagt skeið þá hefur það hreinlega tekur þetta nýja líf alla mína orku. En ég neita því ekki að þetta er skemmtileg tilbreyting. Mikið af áhugaverðum persónuleikum sem vinna þarna og aldrei dauð stund þar sem maður telur mínúturnar að komast heim. Sama dag og ég fékk þessa vinnu þá skrifaði ég undir þýðingarsamning við Sölku. Er að þýða alveg frábæra bók eftir Don Miguel Ruiz sem heitir The Four Agreements. Bókin er byggð á Tolkeka fræði, forn fræði innfæddra í Suður og Norður Ameríku.

Ég er að vinna svo langt í burtu frá mínum ástkæra Vesturbæ að ég neyddist til að kaupa mér bíl, bankinn á reyndar bílinn en allavega keyri ég hann:)....

Ég verandi eins og ég er eyddi heilmiklum tíma í rannsóknavinnu á netinu til að finna hvaða bíll væri besti smábíllinn fyrir manneskju sem telst til umhverfissinna... og ég fann bíl sem heitir Honda Jazz og er bæði kraftmikill, fallegur og afar sparneytinn... ég elska að keyra en taldi það ekki nógu góða ástæðu til að vera á bíl fyrr en ég virkilega þurfti þess. Ég elska nefnilega líka að labba og veit að ég verð strax löt þegar ég er á bíl. Ætla að keyra austur fyrir fjall í dag og heimsækja eins og einn foss og leggjast í mosa... finna lykt af hver og já semsagt er á leiðinni til Hveragerðis....

Engin ummæli: