Ég er að vinna svo langt í burtu frá mínum ástkæra Vesturbæ að ég neyddist til að kaupa mér bíl, bankinn á reyndar bílinn en allavega keyri ég hann:)....

Ég verandi eins og ég er eyddi heilmiklum tíma í rannsóknavinnu á netinu til að finna hvaða bíll væri besti smábíllinn fyrir manneskju sem telst til umhverfissinna... og ég fann bíl sem heitir Honda Jazz og er bæði kraftmikill, fallegur og afar sparneytinn... ég elska að keyra en taldi það ekki nógu góða ástæðu til að vera á bíl fyrr en ég virkilega þurfti þess. Ég elska nefnilega líka að labba og veit að ég verð strax löt þegar ég er á bíl. Ætla að keyra austur fyrir fjall í dag og heimsækja eins og einn foss og leggjast í mosa... finna lykt af hver og já semsagt er á leiðinni til Hveragerðis....
Engin ummæli:
Skrifa ummæli