11 apríl 2006

Þó að


ég sé svo þreytt vegna mikils vinnuálags tókst mér að klára að þýða nýjustu ljóðabókina mína yfir á ensku, teikningarnar sem eru tilbúnar fyrir hana eru frábærar... theHand bregst ekki... eins og hann sé með sjötta skilningsvitið þegar það kemur að persónunni mér... hef stundum á tilfinningunni að við hljótum að hafa hitt hvort annað, skil ekki hvernig hann veit tildæmis í hvaða fötum ég geng í, merkilegt hvað Joy B er með líkan fatasmekk og ég...

þó að ég sé bara að moka út auglýsingum fyrir Blaðið og hef þann ofvaxna titil grafískur hönnuður þá fæ ég líka bíópassa og mun fá þann vafasama heiður að fjalla um kvikmyndir... fyrir Blaðið... ég er annars á tvöföldum vöktum þessa dagana við auglýsingagerð... ég að gera auglýsingar, hver hefði trúað þessu, sætti mig þó við að þetta eru mest auglýsingar sem svíða sig ekki inn í undirmeðvitundina .... bara einfaldar upplýsingar fyrir smærri fyrirtæki...

hér er ein af skissunum eftir theHand fyrir nýju bókina mína...

Engin ummæli: