26 apríl 2006

Fékk mjög

mjög ánægjulegar fréttir í gær: maður nokkur sem inspireraðist af vikuviðtalinu mínu, þar sem ég talaði um málefni aðstandenda þeirra sem hafa tekið sitt líf, hefur sett af stað heilmikið ferli til að vinna úrlausnum fyrir þennan týnda hóp fólks. Í maí verður stór fundur þar sem fjöldamörg samtök og einstaklingar munu hittast til að viðra hugmyndir og vonandi mun það verða til þess að sjálfsvíg og aðstandendur þeirra þurfi ekki að mæta eins miklu tómlæti. Ég hef ýmsar skoðanir á því hvernig mætti bæta þetta og vonandi mun það falla í góðan hljómgrunn. Mér finnst þetta vera enn eitt dæmið um það að einstaklingar geti hrundið af stað breytingum til hins betra í samfélaginu. Og ekkert er of lítið eða stórt til að laga, ef við hefðum ekki fólk eins og þennan mann sem hefur gefið sér tíma til að hafa samband við mig og öll þessi samtök, þá væri samfélagið okkar vægast sagt ömurlegt.

Annars þá er ég næstum búin með nýja handritið mitt
bæði á íslensku og ensku...

sumum finnst þessi ljóð of persónuleg
ég bara kann ekki að skapa neitt handan við mína persónu
eða réttara sagt kannski kæri ég mig ekki um það
alla vega ekki í dag
í dag er ég ég ég ég
naflinn og allt annað er naflakuskið mitt....(lol)

finnst reyndar mannleg samskipti svo meinfyndin
meira um það síðar......

og ég iða í skinninu á að segja sannleikann um svo margt
hér er eitt
mér leiðist persónan Silvía Nótt
hún var flott ádeila fyrst en kannski er þetta orðið svolítið þreytt...
og ef að það þýðir að ég sé leiðinleg þá er mér alveg sama

21 apríl 2006

Ótrúlegt hve tíminn

líður hratt (á gervihnattaöld)

ég er að drukkna í vinnu og að vinna undir miklu álagi: mér finnst það bæði frábært og hræðilegt: hef enga orku til að gera neitt skapandi; en ég er allavega að þýða líka og það er í sjálfu sér svolítið skapandi: plús að mér finnst bókin sem ég er að þýða svo mikill gullmoli að eitthvað af því síast inn í sálartetrið.

SOnur minn eldir var að lesa Djöflaeyjuna eftir Einar Kára, og hann er ekki par hrifinn: finnst hún hræðilega illa skrifuð, fullt af villum í henni og enginn almennilegur söguþráður, plús að hann hnökraðist um þá staðreynd að ein setning í bókinni var hvorki meiri né minni en heil blaðsíða. Sonur minn eldri er ekkert inn í höfundapólitíkinni og hefur engar skoðanir á skáldum nema fyrir verk þeirra. Mér finnst þetta áhugavert og hef satt best að segja aldrei gefið mér tíma til að lesa þessa syrpu hans Einars, þó svo að fólkið í henni sé sláandi líkt minni blóðbandafjölskyldu og sum þeirra áttu meira að segja heima í braggahverfi.

Nú fer að líða að hinum árlega stórfundi rithöfundasambandsins.... lítill fugl hvíslaði því að mér að þetta mun verða fjörugur fundur og félagsmenn sumir munu kveða sér hljóðs og bauna á ýmiss fyrirkomulög varðandi ritlaun ....

ég er annars litli ljóti rithöfundurinn: ljóðskáldið: og má aldrei vera með þegar hinir höfundarnir leika sér hérna á Íslandi:
:)

12 apríl 2006

Í tilefni

af opnun Jaðarleikhússins í Hafnarfirði verður haldið ljóðakaffi kl. 17 á skírdag að Miðvangi 41 í Hafnarfirði (gamla apótekinu á bak við Samkaup).

Eftitalin skáld lesa úr verkum sínum:

Ása Hlín Benediktsdóttir
Daníel Ómar Viggóson
Birgitta Jónsdóttir
Snæfari
Eygló Jónsdóttir
Kristian Guttesen

Kaffi og kökur verða seld á staðnum. Að ljóðakaffinu loknu heldur hljómsveitin Aizyou styrktartónleika og rennur allur ágóði til Mannréttindaskrifstofu.

11 apríl 2006

Þó að


ég sé svo þreytt vegna mikils vinnuálags tókst mér að klára að þýða nýjustu ljóðabókina mína yfir á ensku, teikningarnar sem eru tilbúnar fyrir hana eru frábærar... theHand bregst ekki... eins og hann sé með sjötta skilningsvitið þegar það kemur að persónunni mér... hef stundum á tilfinningunni að við hljótum að hafa hitt hvort annað, skil ekki hvernig hann veit tildæmis í hvaða fötum ég geng í, merkilegt hvað Joy B er með líkan fatasmekk og ég...

þó að ég sé bara að moka út auglýsingum fyrir Blaðið og hef þann ofvaxna titil grafískur hönnuður þá fæ ég líka bíópassa og mun fá þann vafasama heiður að fjalla um kvikmyndir... fyrir Blaðið... ég er annars á tvöföldum vöktum þessa dagana við auglýsingagerð... ég að gera auglýsingar, hver hefði trúað þessu, sætti mig þó við að þetta eru mest auglýsingar sem svíða sig ekki inn í undirmeðvitundina .... bara einfaldar upplýsingar fyrir smærri fyrirtæki...

hér er ein af skissunum eftir theHand fyrir nýju bókina mína...

01 apríl 2006

Jæja

það er góð ástæða fyrir því að ég hef ekkert bloggað undanfarið, ég er byrjuð að vinna sem grafískur hönnuður fyrir Blaðið og eftir að vera einyrki (flott orð) um all lagt skeið þá hefur það hreinlega tekur þetta nýja líf alla mína orku. En ég neita því ekki að þetta er skemmtileg tilbreyting. Mikið af áhugaverðum persónuleikum sem vinna þarna og aldrei dauð stund þar sem maður telur mínúturnar að komast heim. Sama dag og ég fékk þessa vinnu þá skrifaði ég undir þýðingarsamning við Sölku. Er að þýða alveg frábæra bók eftir Don Miguel Ruiz sem heitir The Four Agreements. Bókin er byggð á Tolkeka fræði, forn fræði innfæddra í Suður og Norður Ameríku.

Ég er að vinna svo langt í burtu frá mínum ástkæra Vesturbæ að ég neyddist til að kaupa mér bíl, bankinn á reyndar bílinn en allavega keyri ég hann:)....

Ég verandi eins og ég er eyddi heilmiklum tíma í rannsóknavinnu á netinu til að finna hvaða bíll væri besti smábíllinn fyrir manneskju sem telst til umhverfissinna... og ég fann bíl sem heitir Honda Jazz og er bæði kraftmikill, fallegur og afar sparneytinn... ég elska að keyra en taldi það ekki nógu góða ástæðu til að vera á bíl fyrr en ég virkilega þurfti þess. Ég elska nefnilega líka að labba og veit að ég verð strax löt þegar ég er á bíl. Ætla að keyra austur fyrir fjall í dag og heimsækja eins og einn foss og leggjast í mosa... finna lykt af hver og já semsagt er á leiðinni til Hveragerðis....