09 október 2005

Dagbók kameljónsins

er loksins að verða það sem ég hef séð í hugarskoti mér í ein 18 ár.
Dagbókin er einskonar kviksjá inn í marga veruleika. Saga er sögð
með öllum tiltækum aðferðum til að sýna inn í kviku mannsálarinnar.
Ég er búin að fínkemba söguna með lúsakambi í leit að misbrestum
og málfarsvillum, hef fengið marga með mér í það verk í gegnum árin.
Texti sem eitt sinn var bara mér ætlaður sem einskonar minningabrot
hefur þróast þannig að mér er fyrirmunað að muna hvað er þjóðsaga,
tilbúningur eða raunveruleiki. Það skiptir ekki máli, hægt að líta á minningabrotin
sem hveiti og svo hef ég hnoðað við þessa bók eins og mér sýnist til að segja sögu.

Engin ummæli: