það skemmtilegasta sem ég geri er að lesa upp. hef alltaf litið á það sem ákveðið listform. hef loksins fundið kaflana í bókinni sem mér finnst passa best til upplestrar. datt inn á þá fyrir eina af þessum óendanlegu fullkomnu tilviljunum sem virðast alltaf verða stærri og meiri um sig þessa dagana. ótrúlegt hve tímasetningar geta verið fullkomnar ef maður hefur bara augun opin fyrir þeim. er að læra að þora að labba í gegnum opnar dyr og yfirstíga mína alræmdu feimni! já þetta kameljón er nefnilega alveg ótrúlega feimið og að flestir sem ég þekki trúi mér alls ekki. jamm birgitta er bæði feimin og líka satt best að segja algerlega vanfær um að líta upp eða niður á fólk. fólk er bara fólk. held að það sé ekki til sú mannvera sem ég vildi vera önnur en ég sjálf.
hef tekið eftir því að það virðist vera alveg gríðarlega þörf á að tala um sjálfsvíg. alla vega við mig. sem er bara gott mál. notaði sjálf þá tækni (kannski vegna þess að ég kann ekkert annað) að tala opinskátt um sjálfsvígið hans pabba strax og það hafði gerst, stundum þá leið kunningjum og vinum mínum ekkert sérstaklega vel þegar ég var að romsa þessu upp úr mér en held að þegar ég lít til baka að það hafi í raun og veru verið það besta sem ég gat gert. ég er náttúrulega kaldhæðnispúki og það hefur líka hjálpað mér í gegnum svo margt. þeas að reyna að sjá einhvern flöt sem er fyndinn við hinar viðkvæmustu aðstæður lífs míns. svo hefur líka alltaf hjálpað að búa til smásögur um allan þennan absúrdisma sem ég hef upplifað og í staðin fyrir að skrifa það niður á blað að segja þær og þá verða þær að einskonar þjóðsögum birgittu í huga mér.....
upplestur á morgunn hjá mfík, les reyndar í hléinu vegna þess að það var búið að setja dagskránna saman fyrir svo löngu síðan, en samt gaman að fá að vera með valkyrjunum og formæðrum sem ég ber ómældan hlýhug til..
ætla að reyna að finna orku til að fara á nýhilsdæmið í kvöld
las upp í gærkvöldi á súfistanum á sölkukvöldi, átti von á mjög fáum en það var þétt setið. kynntist svo einstakri manneskju sem var eins og ég hefði þekkt alla tíð.. hún er eitt best geymda leyndarmálið í íslenskum bókmenntum
svo er frábært að fá marló til íslands þó að stutt sé... bókin hennar nýja tímasetningar er hennar besta verk
hvet alla til að næla sér í þessa bók, ég hámaði hana í mig í græðgiskasti ...
09 desember 2005
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli