fær vinur minn Kristian Guttesen. Án hans hefði þessi bók aldrei komið út þessi jól. Mér finnst eitthvað alveg sérdeilis fallegt við það þegar vinir gefa út bækur á sama tíma að það komi ekki upp samkeppni eða öfund. Hef oft séð til Kristians vera að hjálpa öðrum með hugmyndum sem yfirleitt svínvirka. Og hann hefur aldrei farið fram á neitt í staðinn. Jamm Kristian er drengur góður.
Ég hef fylgst lengi með honum á ritvellinum og nýja ljóðabókin hans Litbrigðamygla er hans besta verk til þessa. Hefur þessa auka dýpt sem ég fann fyrir í sumum fyrstu ljóða hans. Ég vona bara að hún týnist ekki í þessu bókaflóði. Hún á að vera lesin. Mér finnst heildarhugmyndin að bókinni vera mjög sannfærandi og virkar sterkt á mig.
12 desember 2005
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli