Ég geymi slatta af bókinni minni í geymslunni sem að er á jarðhæð í blokkinni minni hér vestur í bæ. Ég er því alltaf að þvælast í geymslunni. Ég geymdi líka jólagjafir barnanna minni í geymslunni. Þessi blokk hefur rosalega margar og þungar og læstar hurðir á jarðhæðinni til að fyrirbyggja að þjófar komist inn í geymslurnar og þvottahúsið. Á sunnudaginn var ég að fara að lesa upp á litlu jólunum hjá VG og kom við í geymslunni eins og venjulega, sá þá að það geymslunni minni hafði verið rústað um nóttina. Brotið upp þvottahúsglugga og ég sauðurinn gleymt að læsa minni geymslu. Þjófurinn granni hafði gramsað í öllum kössunum mínum, stolið jólagjöfum barnanna, 7 tommu plötunum mínum og fína bornum mínum, horfið út um geymsluglugga með brosmildar dúkkurnar. Ég verð að viðurkenna að þrátt fyrir að vera töluvert mikill töffari þá brá mér, en ég hafði engan tíma til að vera allt of lengi í því hugarástandi varð að arka í upplesturinn og halda andliti. Sem og tókst. Upplesturinn var frábær, þorði að tala við frænku mína hana Guðrúnu Evu um skyldleika okkar. En hún og Gummi frændi eru það fólk sem er mér hvað skyldast í blóðbandapabbaætt sem ég þekki til. Ég var svo spennt yfir því að hitta ömmu hennar á nýju ári, (held að hún og amma hafi verið systur) og að skiptast á bók við hana að geymslumálið gufaði upp sem eitthvað stórmál. Varð bara að smá rispu sem sveið undan í smástund. Ég hef verið að geyma nýju bókina hennar Guðrúnar Evu til jóla, ætla að éta hana eins og hið besta konfekt í kvöld, vil geta sökkt mér í hana og gleymt stund og stað.
Það hefur svo margt frábært gerst í lífinu mínu síðan ég flutti heim algerlega gjaldþrota veraldlega og andlega frá Nýja Sjálandi fyrir rétt tæpum tveimur árum. Einskonar röð kraftaverka. Mér líður eins og lótusblómi sem hefur verið að safna orku úr daunillum undirdjúpunum til að blómstra öllum að óvörum, sér í lagi sjálfri mér, og ég er fyrst og fremst þakklát, og lofa að verða aldrei hrokafull og full af illgresinu sjálfsþótta. Nei þetta Kameljón er fyllt elsku á sínu sjálfi: SjálfsElsku.
24 desember 2005
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli