ég var alveg tilbúin að fara á flug í að kynna bókina mína en þá eins og svo oft áður koma hindranirnar á færibandi.
báðir strákarnir mínir og ég sjálf með ógeðshósta og þó að ég geti harkað þetta af mér þá kemst ég hvorki lönd né strönd með veik börn í húsinu. en ég er að temja mér æðruleysi og fæ alltaf svona próf til að athuga hvort að ég hafi lært eitthvað.
ég gleðst yfir því að valda svefnleysi hjá lesendum mínum. gott að vita að þeir geti ekki lagt bókina frá sér og vilji meira.
annars þá var ég í tveggja tíma viðtali hjá hildi helga í gær. það gekk ágætlega nema að það voru einhverjar framkvæmdir á meðan á þessu stóð, mikil læti í borum og hömrum sem að blæddu inn í lesturinn. kannski viðeigandi:)
það að gefa svona bók út er bæði alveg hræðilega stressandi fyrir manneskju sem að óttast mest af öllu höfnun og mikið gaman, gaman að sjá eitthvað sem maður hefur verið að vinna í árum saman verða að heild og að einhverju sem ég er mjög ánægð með. mjög glöð að ég þurfti að salta þetta verkefni í tíu ár vegna þess að hún hefði aldrei verið eins heilsteypt og núna. hefði vantað alla þessa myndrænu, ekki ritrænu myndrænu, heldur alvöru myndefni sem mér finnst gefa henni aukavídd. ég veit að ég er að taka áhættur með því að brjóta formið upp á þennan máta, en að sama skapi þá virðist það hafa þannig áhrif á fólk að því langi til að gera svona bækur sjálf.
sumir hafa fyrst keypt eina svo aðra bók til að gefa öðrum. mér finnst það góðs viti.
en semsagt verð að bíða uns veikindadraugurinn er farin af heimilinu með að færa mbl, blaðinu og fróða bækur, svolítil synd hvað allir þessir miðlar eru komnir langt frá hjarta borgarinnar.
23 nóvember 2005
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli