Ég hef verið að leita að "normal" fólki allt mitt líf, haldið að það væri til
einhver staðall á normið, hef heyrt um vísitölufjölskyldur og úthverfamódelin
en ég hef samt ekki fundið neinn sem flokkast getur undir "normal" samkvæmt mínum
stöðlum nema sjálfa mig. Það var reyndar alveg frábært í Makedóníu að upplifa það að við skáldin
værum í meirihluta og allir aðrir væru hálfskrýtnir miðað við okkur.
Ætla að reyna að finna tíma til að skrifa ferðasögu um skáldahátíðina í Makedóníu:
ferðalag sem var svona ævintýri eins og Lísa í Undralandi lendir í ...
22 nóvember 2005
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli