um ljóð... loksins á Íslandi... 1000 Tregavött - endilega að nota og lesa ef þú hræðist ekki ljóð
annars er ég í algeru gleðikasti vegna þess að ég sé fram á það að veturinn er ekki endalaus og fæ eitthvað ægilegt kikk út úr því að sjá plönturnar mínar vaxa af slíku offorsi að þær verða næstum því vanskapaðar. Stundum blómstra þær einhverjum alfurðulegustu blómum sem ég hef augum litið... ég er með veikleika fyrir kaktusum og þykkblöðungum og blómin þeirra sum eru alveg ótrúlega ójarðanesk. Var á rölti í gærkvöldi og var að kafna úr einskærri væmni gagnvart vorinu. Sá fegurðina í öllum þessum grænu sprotum og einhverja litla fugla á leik sem voru svo kátir og sungu svo hátt. Ég er hætt að halda mest upp á haustið... vorið er aftur minn tími... þegar lífið fyrir eitthvað óútskýrt kraftaverk springur út úr dauðanum.
ég er í dilemma gagnvart vinnunni... fékk mun minna í laun en ég hélt mig hafa samið um... yfirmaður deildarinnar minnar er hættur og man ekkert eftir því sem okkur fór á milli og hvað gera menn þá...
það virðist vera eitthvað lögmál í mínu lífi að ef hlutirnir geta farið útskeiðis ... þá gera þeir það
aldrei þetta smooth ride sem ég vonaðist eftir
fór að heimsækja hafið í gær ... ég elska íslenskar fjörur... að þvælast um steina og renna og detta og láta sjóinn ná sér og verða távotur og finna vatnið sullast í skónum...
08 maí 2006
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli