Óhamin ást
flæðir inn í þungar jökululsár
streymir í gruggugan sjóinn sem umlykur
viðkvæman svörð landsins
Órólegir draumar
fylltir
gráti og öskrum
meðan þeir skera djúpt í móðurkviðinn
Risabor
treður sér í sköp náttúrunnar
Hleypir af með sífellt meiri græðgilosta
—álsæðinu
Drunur og jarðhræringar
vekja okkur
við dögun þjóðarblekkingar
Henni blæðir
Sárin eru djúp
Fóstrið sem inni í henni vex
hefur hundrað höfuð
nartandi í hvort annað
með hvössum tönnum skammtímagræðginnar
—eitruð úrgangsframtíð
Í fjarlægð sjáum við stóriðjuvininn
með áhyggjulaust glott sitt
Konungur fjallsins
blindaður græðgi
og metnaði
Hún var hið ævaforna helgitákn
Tilbeiðslutákn til þessarar öfgakenndu náttúru
Villt fegurð sem sindrar í kristaltærum augum
—tákngerving hins íslenska hálendis
Öldungar, vættir, hulin öfl og Íslandsvinir
mynda skjaldborg um landið
galdurinn stigmagnast
fóstureyðing
fóstureyðing
á marghöfða álfóstrinu
á stóriðjudraumnum
Galdurinn er ást okkar
á sérhverjum fossi
á sérhverjum steini
á sérhverju fjalli
á sérhverju lífi
sem er á útrýmingarlistanum
27 maí 2006
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli