líður hratt (á gervihnattaöld)
ég er að drukkna í vinnu og að vinna undir miklu álagi: mér finnst það bæði frábært og hræðilegt: hef enga orku til að gera neitt skapandi; en ég er allavega að þýða líka og það er í sjálfu sér svolítið skapandi: plús að mér finnst bókin sem ég er að þýða svo mikill gullmoli að eitthvað af því síast inn í sálartetrið.
SOnur minn eldir var að lesa Djöflaeyjuna eftir Einar Kára, og hann er ekki par hrifinn: finnst hún hræðilega illa skrifuð, fullt af villum í henni og enginn almennilegur söguþráður, plús að hann hnökraðist um þá staðreynd að ein setning í bókinni var hvorki meiri né minni en heil blaðsíða. Sonur minn eldri er ekkert inn í höfundapólitíkinni og hefur engar skoðanir á skáldum nema fyrir verk þeirra. Mér finnst þetta áhugavert og hef satt best að segja aldrei gefið mér tíma til að lesa þessa syrpu hans Einars, þó svo að fólkið í henni sé sláandi líkt minni blóðbandafjölskyldu og sum þeirra áttu meira að segja heima í braggahverfi.
Nú fer að líða að hinum árlega stórfundi rithöfundasambandsins.... lítill fugl hvíslaði því að mér að þetta mun verða fjörugur fundur og félagsmenn sumir munu kveða sér hljóðs og bauna á ýmiss fyrirkomulög varðandi ritlaun ....
ég er annars litli ljóti rithöfundurinn: ljóðskáldið: og má aldrei vera með þegar hinir höfundarnir leika sér hérna á Íslandi:
:)
21 apríl 2006
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli