mjög ánægjulegar fréttir í gær: maður nokkur sem inspireraðist af vikuviðtalinu mínu, þar sem ég talaði um málefni aðstandenda þeirra sem hafa tekið sitt líf, hefur sett af stað heilmikið ferli til að vinna úrlausnum fyrir þennan týnda hóp fólks. Í maí verður stór fundur þar sem fjöldamörg samtök og einstaklingar munu hittast til að viðra hugmyndir og vonandi mun það verða til þess að sjálfsvíg og aðstandendur þeirra þurfi ekki að mæta eins miklu tómlæti. Ég hef ýmsar skoðanir á því hvernig mætti bæta þetta og vonandi mun það falla í góðan hljómgrunn. Mér finnst þetta vera enn eitt dæmið um það að einstaklingar geti hrundið af stað breytingum til hins betra í samfélaginu. Og ekkert er of lítið eða stórt til að laga, ef við hefðum ekki fólk eins og þennan mann sem hefur gefið sér tíma til að hafa samband við mig og öll þessi samtök, þá væri samfélagið okkar vægast sagt ömurlegt.
Annars þá er ég næstum búin með nýja handritið mitt
bæði á íslensku og ensku...
sumum finnst þessi ljóð of persónuleg
ég bara kann ekki að skapa neitt handan við mína persónu
eða réttara sagt kannski kæri ég mig ekki um það
alla vega ekki í dag
í dag er ég ég ég ég
naflinn og allt annað er naflakuskið mitt....(lol)
finnst reyndar mannleg samskipti svo meinfyndin
meira um það síðar......
og ég iða í skinninu á að segja sannleikann um svo margt
hér er eitt
mér leiðist persónan Silvía Nótt
hún var flott ádeila fyrst en kannski er þetta orðið svolítið þreytt...
og ef að það þýðir að ég sé leiðinleg þá er mér alveg sama
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli