23 febrúar 2006

Furðulegt


hve lífið er mótanlegt og eiginlega ævintýralegt

ég stunda þessa dagana einskonar leirgerð með lífið mitt
eftir að hafa verið rækilega áminnt um mátt hugans með því að horfa á what the bleep do we know
er ég að endurmóta líf mitt og nýta mér eitthvað að þessum milljón möguleikum í hverju andartaki
og svei mér þá, þetta er að virka
vikan síðan ég sá þessa mynd hefur verið ævintýri líkust

allt þetta sem var eitthvað svo ómögulegt hefur aftur orðið mögulegt
allar þessar hindranir sem ég trúði svo stíft á gufaðar upp
og ég er bara að uppskera... og það er fjandi skemmtilegt
ég var líka búin að gleyma svo mörgu sem hefur aukið lífi mínu einskonar mysteríu
þannig að ég er aftur komin í krónískt hamingjukast
og hef miklu meiri orku til að framkvæma allt þetta sem ég er búin að taka að mér

magnaður þessi mannshugur

er að búa til bækur, þeas wake up og smákver
og svo eru ljóðin mín alltaf að ferðast á framandi staði
á ljóð og myndir í stuttmynd sem verður sýnd á einhverri megahátíð í Brasilíu og ljóð sem ég var beðin um að semja sérstaklega fyrir Ítalskt ljósmyndablað sem að er með flottari svona ljósmyndablöðum sem ég hef séð...

jæja morgunbaðið kallar, ég er húkkt á því að fara í froðubað áður en ég held út í daginn
syngja eins og eitt lítið skrýtið lag í kafi
og drekka tvo massaða kaffibolla sem fá hjarta móður minnar til að skjálfa vegna styrkleika....

Engin ummæli: