12 febrúar 2006

Bókin

mín nýja er að taka á sig mynd. Ég hef skrifað 15 ljóð í hana, þetta eru næturljóð, enda hefur bókin fengið heitið: Samtöl við drauga. Þetta eru ljóð, sat eina nóttina út á svölum og fékk þennan titil í höfuðið og öll ljóðin hafa mótast frá þessum titli. Það er sérstaklega gott að skrifa þessa bók. En vegna sérvisku get ég bara skrifað í henni eftir tólf á kvöldin. Ég elska drauga, mína drauga, stendur frekar mikill stuggur af annarra manna draugum.

Fékk þessa skemmtilegu mynd í póstinum eftir tilvistarkreppublogg á joy b frá meistarunum Maurizio di Bona

Engin ummæli: