undarlegan hátt er ég allt í einu orðin ábyrg fyrir þremur bloggum, og ég sem er algerlega vonlaus bloggari. ég kann ekki að blogga pínulítið, þetta er svona svipað og með tölvupóstinn. innboxið alltaf troðfullt, ég er þó komin niður í 120 úr 200, en ég get alls ekki skrifað mjög stutta og hnitmiðaða tölvupósta. held að þetta sé vegna þess að einu sinni skrifaði ég sendibréf á pappír með góðum penna daglega. þessi bréf voru aldrei stutt. eyddi minnsta kosti tveimur tímum á dag í þessa iðju og svo dágóðum tíma í dagbókina, en þetta var auðvitað fyrir þann tíma að ég eignaðist börn. þá urðu dagbókarskrifin frekar stopul, er reyndar að finna út um allt hús hinar og þessar bækur með dagbókarfærslum sem ég kannast ekkert við að hafa skrifað, en það er ekki um að villast að þetta er mín rithönd. þá er ég alltaf að rekast á ljóð sem ég hef líka steingleymt að ég hafi skrifað.
ég er byrjuð að skrifa nýja skáldsögu, ég ætla ekkert að segja um hana nema: að þetta er hádramatísk dammddammrarasrm ástarsaga ritglaðs geðsjúklings og heitmeyjar hans: unnin upp úr 2000 tölvupóstum: og ekki orð um það meir
var búin að steingleyma að ég ætti þetta handrit, var byrjuð að vinni í þessu út á Nýja Sjálandi fyrir tveimur árum síðan. Virkar eins og heil öld, satt best að segja síðan ég bjó á löngu eyjunni á heimsenda.
Og merkilegt nokk, þá mætti hellingur af fólki á upplesturinn í Þorlákshöfn, og upplesturinn var í gamla félagsheimilu sem var líka íþróttahús sem nú er ráðhús og gamla húsið mitt gapti eineygt á mig á meðan ég las.
Bókasafnið nýja er miklu gjörvilegra en þegar ég var að alast upp þarna. Þetta var fínt kvöld, allir svo ólíkir sem lásu upp og enginn sem gleymdi sér og las allt of lengi.
20 janúar 2006
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli