þá er ég eirðarlaus, fór tildæmis að sauma nýtt fóður inn í kápuna mína: í höndunum auðvitað er þetta allt skakkt og skælt og ég þarf að gera þetta allt aftur...
svo fæ ég sjúklega löngun til að labba, en veðurfarið er ákaflega labb fjandsamlegt, nenni eiginlega ekki að skríða á klakanum á móti vindinum, kannski ef ég ætti almennilegar buxur...
þegar ég hætti að reykja þá langar mig að gera eitthvað alveg nýtt, eins og tildæmis að fara í fallhlífarstökk eða fá mér kafarabúning, andstyggilegt hvað allt svona nýtt er alltaf dýrt...
þegar það er svona veður þá dreymir mig um eyðimörk, stórar kóngulær og skröltorma, brött og slétt fjöll og stóra brennandi sól, kaktusa og mjúkan heitan sand á milli tánna
23 janúar 2006
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli