15 mars 2006

Hef verið

að hanna allskonar kynningardót fyrir Laibach tónleikana. Ég hlustaði mjög mikið á þá í kringum 1988 og 1989 en svo hef einhvern veginn ekki fylgst almennilega með þeim síðan. Hef nú endurnýjað kynni mín við þessa alsérstökustu hljómsveit í heimi. Hún er ekki bara sérstök fyrir einn hlut, Laibach stendur fyrir heilum hugmyndaheimi sem hefur sterkan pólitískan undirtón, en ekki nóg með það þá hafa þeir og vinir þeirra þróað NSK aka New Slovanian Kunst sem að mætti segja að væri hugarheimurinn þeirra orðinn að veruleika. Það sem að ég fíla mest við Laibach er hugrekki þeirra og hárbeittur og kolsvartur húmor, vitsmunir og hugvit. Ég hreinlega fæ andlega fullnægingu þegar ég skoða hvernig NSK hefur notað Listina (bæði hina fornu og hina nýrri) til að sýna hvað heimurinn sem þeir búa í hefur miklar fasískar skýrskotanir og enginn furða að Laibach var bönnuð svona lengi í heimalandi sínu. Ég verð að viðurkenna að ég vissi aldrei alveg hvað þeir voru að pæla fyrr en ég fór að lesa mér til á vefum sem tengjast þeim og NSK. Hér er klassískt dæmi um hugmyndafræði Laibach

Í fyrra áttu þeir 25 ára starfsafmæli og þó að þeir gerðu ekkert til að fagna þessum áfanga þá unnu þeir Slóvnesk verðlaun fyrir frammistöðu sína sem að var flott tímasetning, 25 ár og allt það. Laibach sendu í sinn stað á verðlaunaafhendinguna meðlim heimisleysingjasamfélagsins með klassíska Laibach armbandið á upphandleggnum til að veita verðlaununum viðtöku.

Annars þá mæli ég með þessum vef til að grúska meira um þá: the Unoffical Laibach Web

og ef að þú hefur áhuga á listasögu þá er innihaldið í þessari deild vefsins alger snilld Sources of Laibach Kunst

og hér er svo cover og bakhlið sem ég setti saman á litlu dreifiriti sem að er í prentun núna ...
það er ótrúlega gaman að vinna efni úr svona góðu hráefni...

Engin ummæli: